Chat with us, powered by LiveChat
29. ágúst 2025

Móttaka fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir lokar í Jafnaseli

Endurvinnslan og SORPA hafa sammælst um að loka móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir á endurvinnslustöð SORPU í Jafnaseli. Móttökunni hefur þegar verið lokað.

Ákvörðunin er meðal annars tekin vegna þeirrar stöðu sem uppi er um áframhaldandi reksturs endurvinnslustöðvar SORPU við Dalveg. Bæjarráð Kópavogs samþykkti í sumar að fresta lokun stöðvarinnar við Dalveg til 1. febrúar 2026. Ekki er búið að finna staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð í stað stöðvarinnar við Dalveg, og því nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að auka getu annarra endurvinnslustöðva SORPU til að taka á móti íbúum og rekstraraðilum á höfuðborgarsvæðinu.

Lokun móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir í Jafnaseli er meðal þeirra aðgerða, en aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til eru meðal annars þær að lengja opnunartíma endurvinnslustöðvarinnar við Breiðhellu í Hafnarfirði um helgar, og opnar sú stöð nú klukkan 09:00 um helgar.

Húsnæðið sem hýsir móttökuna í Jafnaseli hefði þarfnast töluverð viðhalds, auk þess sem þörf væri á að ráðast í kostnaðarsama endurnýjun á búnaði til að standast nútímakröfur og ekki forsendur til að ráðast í þann kostnað í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin vegna lokunar endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg.

Viðskiptavinum Jafnasels sem hingað til hafa nýtt sér móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir er bent á móttöku Endurvinnslunnar við Dalveg 28, Knarrarvog 4, og móttöku Grænna skáta við Hraunbæ 123. Auk þess opnar sumarið 2026 ný endurvinnslustöð SORPU við Lambhagaveg. Þar er stefnt að því að opna móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir.

Endurvinnslan og SORPA þakka viðskiptavinum sínum fyrir viðskiptin í Jafnaseli undanfarna áratugi.

SORPA_Evst-dósir

Nýjustu fréttir