Frá og með 1. janúar 2023 verður móttöku á lituðu timbri hætt í móttöku og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi.
Nýr móttökustaður fyrir litað timbur verður frá og með þeim tímapunkti á urðunarstað SORPU í Álfsnesi. Gjald fyrir móttöku á lituðu timbri verður 22,94 kr. með virðisaukaskatti á urðunarstað í Álfsnesi.
Lituðu timbri sem skilað er í Gufunes eftir 1. janúar 2023 mun vera flokkað sem pressanlegur úrgangur, sem kostar 57,69 kr. með virðisaukaskatti.