Chat with us, powered by LiveChat
20. janúar 2021

Minna blý í útstreymi frá urðunarstað SORPU en í kræklingi í Faxaflóa

Vegna vangaveltna stjórnar Skotfélags Reykjavíkur, sem birtust í Fréttablaðinu í gær, um hvort mengun frá meðhöndlun úrgangs á urðunarstað SORPU í Álfsnesi sé mikil í samanburði við þá mengun sem verður vegna notkunar blýhagla á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi áréttar SORPA eftirfarandi staðreyndir:

  • Blýmengun í grunnvatnsholum í grennd við urðunarstað SORPU mælist undir greiningarmörkum. Það þýðir að blýmagn þar er svo lítið að það greinist ekki.
  • Síðustu mælingarnar á blýi í kræklingi við útstreymi sigvatns frá urðunarstað SORPU árið 2017 sýna lægra meðalgildi blýs en kræklingapróf í Faxaflóa sama ár.
  • Urðunarstaður SORPU starfar undir vökulu eftirliti Umhverfisstofnunar í samræmi við starfsleyfi um meðhöndlun úrgangs , sem var endurnýjað 22. desember 2020 og gildir til 23. maí 2035 og skilgreinir þann ramma sem urðunarstaðurinn starfar innan.

Nýjustu fréttir