Chat with us, powered by LiveChat
15. maí 2025

Mínar síður eru komnar í loftið! 👤

Við hjá Sorpu höfum nú opnað Mínar síður, nýja þjónustugátt fyrir viðskiptavini okkar. Á Mínum síðum er hægt að nálgast upplýsingar um viðskiptasögu og bókhald á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Hvað er hægt að gera á Mínum síðum? 🔓

  • Sækja um viðskiptakort
  • Skoða hreyfingarlista og reikninga
  • Fylgjast með sölupöntunum
  • Skoða grænt bókhald
  • Nýta aðra tengda þjónustu

Þessi nýjung er liður í því að bæta þjónustu okkar og gera upplýsingaflæði skýrara og aðgengilegra fyrir fyrirtæki og aðra viðskiptavini.

Hvernig kemst ég inn á Mínar síður? 💡

Þú getur smellt á notendamerkið efst í hægra horninu á heimasíðunni eða með því að smella HÉR.

Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappi.

Athugaðu að ef notandinn þinn finnst ekki, þarf prókúruhafi fyrirtækisins að hafa samband við okkur og veita þér aðgang.

Ef þú lendir í vandræðum með innskráningu eða aðgang, þá erum við til taks í spjallinu á sorpa.is, neðst í hægra horninu á skjánum 📲

Nýjustu fréttir