Chat with us, powered by LiveChat
15. júlí 2020

Kertavax fyrir áhugasama sem eiga leið hjá Sævarhöfða

SORPA hefur í mörg ár haft farveg fyrir kertavax. Við höfum komið því í endurvinnslu hjá hinum ýmsu aðilum sem hafa brætt vaxið og búið til ný kerti. Núna eigum við óvenju mikið af kertaafgöngum og viljum endilega fá þau til að loga á ný.

Ert þú eða þekkir þú einhvern sem er að dunda sér við að búa til kerti, komdu þá til okkar í Efnismiðlunina á Sævarhöfða og náðu þér í vax.

Við viljum biðja ykkur um að koma með ykkar eigin ílát eða poka að heiman undir kertaafgangana.

Nýjustu fréttir