14. desember 2023

Jólauppboð Góða hirðisins

Góði hirðirinn stóð fyrir árlegu jólauppboði sl. helgi sem haldið var til styrktar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Þar voru um 30 munir boðnir upp og mátti finna ýmsa dýrgripi, falleg og vönduð húsgögn, listmuni og margt fleira.

Uppboðið heppnaðist frábærlega og söfnuðust alls 421.500 kr. Það var því gleðileg stund þegar Anna H. Pétursdóttir, formaður og Auður Reynisdóttir, varaformaður kíktu í Góða hirðinn, kynntust starfseminni og tóku á móti styrknum.

Við hjá Góða hirðinum erum þakklát ykkur öllum fyrir að taka þátt og styðja við þetta verðuga málefni með okkur.

Nýjustu fréttir