Gefðu gamla jólaskrautinu nýtt líf og tækifæri til þess að gleðja aðra.
Næstu helgi, 10. og 11. desember verður skiptimarkaður fyrir jólaskraut í Efnismiðluninni að Sævarhöfða.
Markaðurinn verður opinn laugardaginn 10. desember og sunnudaginn 11. desember frá klukkan 14:00 til 17:30.
Komdu með jólaseríuna, jólaljósin og allt jólaskrautið sem þú notar ekki lengur en er í góðu lagi og gefðu því tækifæri til að finna nýtt heimili. Eins getur þú fundið nýtt fallegt jólaskraut endurgjaldslaust.
Umhverfisvænni og fallegri leið til þess að lýsa upp jólin. Þetta er hinn sanni andi jólanna: að gefa og þiggja.
Smelltu hér til að sjá viðburðinn á Facebook síðu Efnismiðlunar.