Chat with us, powered by LiveChat
1. desember 2021

Jólaskraut – skiptimarkaður í Efnismiðlun

Gefðu gamla jólaskrautinu nýtt líf og tækifæri til þess að gleðja aðra.

Næstu helgi, 4. og 5. desember verður skiptimarkaður fyrir jólaskraut í Efnismiðlun á endurvinnslustöðvum SORPU að Sævarhöfða og Breiðhellu.
Markaðurinn verður opinn laugardaginn 4. desember og sunnudaginn 5. desember frá 14:00 til 17:30.

Komdu með jólaseríuna, jólaljósin og allt jólaskrautið sem þú notar ekki lengur en er í góðu lagi og gefðu því tækifæri til að finna nýtt heimili. Eins getur þú fundið nýtt fallegt jólaskraut endurgjaldslaust.

Umhverfisvænni og fallegri leið til þess að lýsa upp jólin. Þetta er hinn sanni andi jólanna: að gefa og þiggja.

SORPA hefur í gegnum tíðina haft frumkvæði að fjölmörgum verkefnum sem snúa að velferð samfélagsins, m.a. betri nýtingu náttúruauðlinda. Rekstur Góða hirðisins, nytjamarkaðar SORPU, er nærtækasta dæmið um slíkt verkefni þar sem gamlir munir og húsbúnaður fá nýtt líf í höndum nýrra eigenda og ágóðinn rennur til góðgerðarmála. Þá opnaði Efnismiðlun Góða hirðisins á árinu 2018 en þar fá byggingarefni og ýmis efni tengd listsköpun farveg. Markmiðið að auka endurnotkun á slíkum efnum og koma til móts við eftirspurn frá almenningi eftir slíkri þjónustu

Nýjustu fréttir