SORPA hefur hafið samstarf með
Tempra
með að endurvinna frauðplast, en Tempra sérhæfir sig í framleiðslu á umbúðum og einangrun.
Það frauðplast sem berst til endurvinnslustöðva SORPU og er sérstaklega flokkað og hreint er nú keyrt til Tempra í Hafnarfirði þar sem plastið er kurlað niður, soðið saman við nýtt og notað í einangrunarplast.
Þetta er verkefni sem von er á að stækki á næstu mánuðum og minnir á hversu brýnt það er að vanda sig í allri flokkun. Í morgun var farið með 12 rúmmetra af plast frá SORPU til Tempra í Hafnarfirði.
Á myndinni má sjá þá Jón Hjartar hjá Tempra og Hafsteinn Hallsson, hjá SORPU. Jón segist vera mjög ánægður með þetta samstarf, þetta sé fínt endurvinnsluefni sem sé hægt að nota aftur og aftur.
Hægt er að koma með frauðplast á endurvinnslustöðvar okkar og þaðan fer það í endurvinnslu til Tempra.