Eftir að búið er að fagna nýja árinu og sprengja flugeldana þá þarf að koma þeim á réttann stað.
Hvert á flugeldaruslið að fara?
✅ Í flugeldagám í hverfinu þínu.
✅ Á endurvinnslustöðvar Sorpu þann 2. janúar.
✅ Ósprengdir flugeldar fara í spilliefnagám á næstu endurvinnslustöð.
❌ Flugeldarusl á ekki heima í almennu ruslatunnunni.
📍Kort af staðsetningum gámanna má sjá með því að smella HÉR eða skoða myndina fyrir neðan.
Endurvinnslustöðvar Sorpu taka líka á móti flugeldarusli frá og með 2. janúar.
Takk fyrir að flokka og gleðilegt hreint ár! 🎇