Chat with us, powered by LiveChat
1. desember 2022

Hækkanir á móttökugjaldi á pappír

Vegna hækkandi kostnaðar við meðhöndlun endurvinnsluefna þarf að hækka móttökugjöld fyrir tiltekin endurvinnsluefni eins og nánar greinir frá í meðfylgjandi töflu.

Vegna óróa á mörkuðum fyrir endurvinnsluefni má gera ráð fyrir að móttökugjöld endurvinnsluefna breytist mánaðarlega 15. hvers mánaðar. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér þær breytingar á gjaldskrárvef SORPU sem sýnir gildandi gjaldskrá á hverjum tíma.

Breytingarnar taka gildi 15. desember næstkomandi.

Verð endurvinnsluefna í móttöku- og flokkunarstöð SORPU

Pappír og pappi Verð m.vsk
1401520 Afskurður - bylgjupappi 24.8
1402320 Afskurður - sléttur pappi 24.8
1401920 Blanda af pappír og umbúðum úr sléttum pappa og bylgjupappa 12.4
1401415 Bylgjupappi umbúðir 12.4
1402220 Dagblöð og tímarit 24.8
1401820 Skrifstofupappír 24.8
1401715 Umbúðir úr sléttum pappa 12.4
1402416 Bækur 24.8

Nýjustu fréttir