Grenndarstöðin við Knarrarvog hefur verið fjarlægð tímabundið. Ástæðan er langvarandi óþrif og misnotkun á stöðinni. Grenndarstöðvar eru eingöngu ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang, s.s. plast, pappír, pappa og gler, sem kemst inn um lúgur gámanna. Ekki er leyfilegt að skilja eftir heimilisúrgang, húsgögn, eða annan úrgang við gáma, líkt og raunin hefur verið á grenndarstöðinni við Knarrarvog um of langt skeið. Slíkum úrgangi á að skila á endurvinnslustöðvar SORPU.
Við biðlum til fólks að ganga vel um stöðvarnar og sjá til þess að úrgangur rati í réttan farveg.