Góði hirðirinn óskar eftir umsóknum um styrki!
Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka. Leitast er við að veita styrkina til aðila og verkefna á höfuðborgarsvæðinu.
Styrkurinn skal nýtist fólki til sjálfshjálpar, svo sem menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar.
Styrkumsækjendur skulu gefa greinargóða lýsingu á því verkefni sem sótt er um styrk til og kostnaðaráætlun verkefnisins.
Gerð er krafa um að styrkþegar sendi SORPU greinargerð, afrit af fræðslu- og/eða kennsluefni þeirra verkefna sem styrkir eru veittir til.
Ákjósanlegt er að nafn SORPU/Góða hirðisins komi fram á styrktu efni og/eða verkefnum.