Chat with us, powered by LiveChat
20. október 2022

Gjaldtaka í Bolaöldum fyrirhuguð um áramót

Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku um áramót vegna losunar úrgangsefna á jarðvegstippnum í Bolaöldum.

Hingað til hafa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu borið kostnað af afsetningu efnis af framkvæmdasvæðum sem losað er í Bolaöldum en munu frá og með áramótum láta af þessum greiðslum. Þetta er í samræmi við lagareglur þess efnis að þeim sem koma úrgangi til afsetningar ber að greiða raunkostnað af meðhöndlun þess úrgangs.

Útfærsla gjaldtöku verður kynnt síðar en hægt verður að nota viðskiptakort SORPU sem greiðslumáta.

Hér er hægt að sækja um viðskiptakort SORPU.

Í Bolaöldum er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni s.s. mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum s.s. einangrun, pappa og klæðningu.

Nýjustu fréttir