23. nóvember 2023

Gjaldskrá SORPU frá 1. janúar 2024

Gjaldskrá SORPU tekur breytingum 1. janúar 2024. Gjaldskrána má nálgast hér á Excel-formi, og á .pdf-formi hér, með fyrirvara um villur. Ef munur er á meðfylgjandi skjali og gjaldskrá á viðkomandi móttökustað gildir gjaldskráin á viðkomandi móttökustað.

Tekjur SORPU hækka um tæp 12% milli ára, sem er óveruleg hækkun umfram hækkun á almennu verðlagi á tímabilinu.

Nokkuð verulegar breytingar verða hins vegar á tilteknum úrgangsflokkum, sérstaklega flokkum sem teknir eru inn á urðunrastað.

Hækkun á gjaldskrá á urðunarstað er fyrst og fremst til komin vegna verulegrar minnkunar á magni til urðunar. Helsta ástæða þessarar minnkunar er sú að sá blandaði úrgangur sem hingað til hefur verið urðaður í Álfsnesi verður sendur til orkuvinnslu í Svíþjóð allt næsta ár.

Orkuvinnsla með þessum hætti er skárri leið til að meðhöndla úrgang en urðun, og er skör ofar í úrgangsþríhyrningnum en urðun.

Aðrar breytur sem valda breytingum á gjaldskrá eru meðal annars fjárfestingar á urðunarstað til að bæta ásýnd og gassöfnun á urðunarstað, bann við urðun á lífrænum úrgangi á urðunarstað og fleira.

Nýjustu fréttir