Chat with us, powered by LiveChat
20. október 2022

Förum varlega með eldfim efni

Síðast liðinn mánudag kom upp eldur í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Með miklu snarræði starfsmanna og hárréttum viðbrögðum tókst að ráða niðurlögum eldsins á stuttum tíma.

Eldsupptökin voru að öllum líkindum blys sem hefur farið með almennum úrgangi. Af þessum sökum vill SORPA brýna fyrir öllum að vanda vel til þegar úrgangur er annars vegar. Blys, flugeldar eldfæri, spilliefni og eldfimar vörur eiga ekki undir neinum kringumstæðum að fara í almennan, heldur flokkast sérstaklega sem spilliefni sem á að koma á viðeigandi endurvinnslustöð. Stórhætta getur skapast ef þetta er ekki rétt gert.

Vöndum okkur að flokka – það skiptir máli.  

Nýjustu fréttir