Chat with us, powered by LiveChat
1. september 2025

Flöskumóttaka Endurvinnslunnar í Blíðubakka lokar

Lokað hefur verið fyrir móttöku Endurvinnslunnar fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir hjá SORPU Blíðubakka, Mosfellsbæ, vegna endurbóta á lóð SORPU. Á meðan bendum við á næstu móttökustaði fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir hjá Endurvinnslunni, Knarrarvogi 4 og Grænum skátum, Hraunbæ 123. Einnig bendum við á skilagáma frá Grænum Skátum sem eru á öllum grenndarstöðvum í Mosfellsbæ.

Framkvæmdir við nýja endurvinnslustöð SORPU við Lambhagaveg eru hafnar og stefnt er að því að hún verði tekin í notkun næsta sumar. Hún verður öflugasta endurvinnslustöð SORPU, þar sem öryggi og þægindi gesta og starfsfólks er haft að leiðarljósi. Stefnt er að því að opna nýja móttöku þar fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir með sjálfvirkum talningarbúnaði.

Við hlökkum til að bjóða öll velkomin í nýju, nútímalegu og notendavænu stöðina við Lambhagaveginn næsta sumar.

Takk fyrir að flokka!

Nýjustu fréttir