Starfsfólk SORPU hefur fjarlægt öll eldfim efni úr nálægu verksmiðjuhúsi þar sem fram fór framleiðsla lífdísils og stendur við aflagðan móttökustað lífræns úrgangs í Álfsnesi. Efnin eldfimu sem voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði, voru fjarlægð í gær og á föstudag.
Orsök brunans er sjálfsíkveikja þar sem eldur kviknaði út frá lífrænum úrgangi. Eins og fram hefur komið gekk greiðlega að slökkva eldinn og engan sakaði. Efnin sem fjarlægð voru um ræðir eru lífdísill, metanól og glýseról.
Starfsfólk og stjórnendur SORPU munu á allra næstu dögum gera ráðstafanir til að varna því að eldur komi aftur upp í lífræna úrganginum. Starfsfólk SORPU í Álfsnesi mun auk þess viðhafa sólarhringsvakt á svæðinu þar sem eldurinn kom upp.