Chat with us, powered by LiveChat
8. janúar 2021

Búið að ráða niðurlögum eldsins í Álfsnesi

Búið er að ráða niðurlögum eldsins á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Tilkynnt var um eldinn um 06:30 í morgun og búið var að ráða niðurlögum hans um 10:30.

Eldurinn var um tíma töluverður og beindi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu því til íbúa á Esjumelum og í Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ að loka gluggum.

Talið er að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Starfsfólk SORPU og verktakar á svæðinu kæfðu eldinn undir verkstjórn Slökkviliðsins með því að moka efni yfir eldinn til að stöðva útbreiðslu hans og kæfa.

Úrgangurinn sem orsakaði íkveikjuna er lífrænn úrgangur á móttökustað sem var lokað og hætt að nota með opnun GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU.

Nýjustu fréttir