Kæru viðskiptavinir
Gjaldskrá endurvinnslustöðva SORPU hækkar um 10% þann 1. október 2025.
Gjaldskrá endurvinnslustöðva SORPU fyrir tiltekna úrgangsflokka hefur ekki tekið breytingum síðan 1. júlí 2024, og því ekki haldið í við þær hækkanir sem hafa orðið á kostnaði í rekstri stöðvanna.
Mikill meirihluti þeirra flokka sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu skila á endurvinnslustöðvar verður áfram gjaldfrjáls eins og nánar greinir í gjaldskrá.
Engar breytingar verða á gjaldskrá annarra starfsstöðva.