Hlutverk SORPU er að annast meðhöndlun úrgangs og sinna þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna. SORPA er í eigu íbúa höfuðborgarsvæðisins og íbúar greiða fyrir losun úrgangs frá daglegum heimilisrekstri í gegnum sorphirðugjöld. Íbúar utan höfuðborgarsvæðisins greiða skv. gjaldskrá fyrir losun úrgangs líkt og um fyrirtæki væri að ræða. Fyrirtæki og rekstraraðilar hafa ekki greitt sorphirðugjöld til sveitarfélaga og greiða því fyrir losun flestra úrgangstegunda við komu á endurvinnslustöð.