Chat with us, powered by LiveChat

Tryggjum að hlutirnir rati rétta leið...

Þá sjáum við þá aftur og aftur!

Vissir þú að þegar þú flokkar kaffikorg og aðrar matarleifar í lífrænu tunnuna, þá er hægt að framleiða orkugjafa sem nýtist til þess að búa til meira kaffi.

Þú byrjar daginn á rjúkandi kaffibolla. Hendir kaffikorginum á réttan stað í lífrænu tunnuna og þar hefst ferðalag sem endar í nýjum kaffibolla.

Úr lífrænu tunnunni fer kaffikorgurinn í GAJU
Þar breytist hann í moltu og metangas.
Metangasið nýtist sem orkugjafi til að rista nýjar kaffibaunir.
Og þú færð nýristaðar baunir sem enda í öðrum kaffikorgi!

Fullkomin hringrás ♻️

Matarleifar og metan

  • Hvernig flokka ég matarleifar?

    Mikilvægt er að hráefnið sem berist GAJU séu einungis matarleifar. Til matarleifa flokkast öll matvæli sem falla til í eldhúsinu, svo sem ávaxtahýði, eggjaskurn, matarleifar með beini, fiskiúrgangur o.fl. Einnig mega afskorin blóm fara með. Allt um hvernig þú flokkar getur þú fundið á flokkum.is

  • Hvað er metan?

    Metan er grænn orkugjafi og sem nýtist sem eldsneyti. Sótspor 1 bensínbíls er meira en 100 sambærilegra ökutækja sem ganga fyrir metani!

  • Hverjir nota metan?

    Metan frá GAJU er notað á bifreiðar t.d stætisvagna og ruslabíla og einnig í iðnaði t.d kaffibrennslu Te & Kaffi og í Lavashow.

  • Af hverju ætti ég að flokka matarleifar?

    Söfnun á matarleifum er stórt skref í átt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Úr matarleifunum framleiðum við metangas og moltu. Metangas nýtist meðal annars sem bifreiðaeldsneyti og molta nýtist til landgræðslu. 

  • Af hverju skiptir máli að nota bréfpoka undir matarleifar?

    Vinnsluferli í GAJU, gas og jarðagerðarstöð SORPU kallar á bréfpoka, því þeir brotna betur niður í jarðgerðarferlinu og festast síður í vélbúnaðnum sem er þar.

  • Hver eru loftslagsáhrif GAJU?

    Helsti ávinningurinn af því að vinna matarleifar í GAJA er verulegur samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Árið 2024 tók GAJA á móti 22 tonnum af matarleifum, sem kom í veg fyrir losun á 20.000 tonnum af koltvísýringsígildi. Það jafngildir því að taka 10.000 fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti af götunum! Það jafngildir því að taka 10.000 fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti af götunum.

    Hliðarávinningur af þessu ferli GAJA eru heilmikil molta og metan. Moltuna er hægt að nýta í ræktun og gasið er notað í stað jarðefnaeldsneytis í samgöngum og iðnaði.

Hringrásin byrjar í eldhúsinu

Matarleifar-karfa

Matarleifar eru auðlind sem við getum nýtt svo miklu betur. GAJA virkar þó ekki nema við flokkum matarleifarnar vel og vandlega. Saman höfum við náð ótrúlega góðum árangri við að safna matarleifum og þannig lyft grettistaki í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Árið 2024 flokkuðu íbúar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni um 19.200 tonn af matarleifum. Eins mælist hreinleiki í matarleifum fyrir árið 2024 98%, sem er til marks um að íbúar standi vel að flokkun matarleifa. Það er ekkert smá vel gert og sýnir hversu mikil áhrif hvert og eitt okkar getur haft á umhverfi okkar. 

Takk fyrir að flokka! ♻

Sjáumst aftur ☕