Endurvinnslustöð

Bolaöldur

816, Ölfus

Svæðið er staðsett í Bolaöldum í hlíðum Vífilsfells í landi Ölfuss. Þar er námusvæði og með móttöku á jarðefnum er verið að endurheimta land í eldri námum. Ekið er að námusvæðinu frá Suðurlandsvegi til suðurs rétt vestan við Litlu-Kaffistofuna.

  • Frá og með 1.janúar 2024 er gjaldið 6.800 krónur með virðisaukaskatti.

Móttökuskilmálar

  • Eingöngu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni s.s. mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum s.s. einangrun, pappa og klæðningu.
  • Ekki er heimilt að losa lífrænan úrgang eins og garðaúrgang, húsdýraskít og landbúnaðarhrat, eins og það er orðað í starfsleyfi.
  • Skv. reglugerð 737/2003 um meðhöndlun úrgangs er lífrænn úrgangur auk þess skilgreindur sem ,,úrgangur sem er niðurbrjótanlegur af örverum með eða án tilkomu súrefnis, t.d. matarleifar, garðúrgangur (gras og tré), sláturúrgangur, fiskúrgangur, ölgerðarhrat, húsdýraúrgangur, timbur, lýsi, garðyrkjuúrgangur, pappír og pappi, og seyra."​
  • SORPA áskilur sér rétt til að vísa frá efni sem er mengað á einhvern hátt, uppfyllir ekki skilyrði starfsleyfis og/eða er ekki hæft til endurnýtingar. Einnig áskilur SORPA sér rétt til að vísa frá efni sem hæft til endurvinnslu.

Afgreiðsluferli

  1. Við komu í Bolaöldur tekur starfsmaður á móti viðskiptavini.
  2. Viðskiptavini ber að veita upplýsingar um eðli og uppruna úrgangs.
  3. Keyrt er á losunarstað þar sem úrgangur er losaður.​

Úrgangsflokkar sem tekið er við

Gjaldskrá

Gjaldskrá SORPU má finna hér.