Ílát þurfa að vera tóm og hrein. Setjið lok og tappa með málmum eða plasti eftir því sem við á. Í þennan flokk má alls ekki setja postulín, keramik, lyfjaglös, hert gler, hitaþolið gler, t.d. pottlok, glerskálar, eldföst form og önnur steinefni.
Ílát þurfa að vera tóm og hrein. Setjið lok og tappa með málmum eða plasti eftir því sem við á. Í þennan flokk má alls ekki setja postulín, keramik, lyfjaglös, hert gler, hitaþolið gler, t.d. pottlok, glerskálar, eldföst form og önnur steinefni.
Það er líka tekið við glerumbúðum og glerílátum á urðunarstað í Álfsnesi.
Tilraunaverkefni er í gangi þar sem glerumbúðir, s.s. krukkur og önnur ílát sem safnast í grenndargáma, eru send erlendis til endurvinnslu. Til að hægt sé að nýta þann endurvinnslufarveg má alls ekki setja keramik, postulín, önnur steinefni eða aðrar tegundir úrgangs í grenndargámana.