Hverjir greiða fyrir að henda?
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu greiða fyrir notkun á endurvinnslustöðvum í gegnum fasteignagjöld.
Úrgangur frá framkvæmdum fellur ekki þar undir og því greiða íbúar fyrir hann við losun.
Fyrirtæki, rekstraraðilar og íbúar utan höfuðborgarsvæðisins hafa hins vegar ekki greitt fyrir þjónustu endurvinnslustöðva og greiða því fyrir losun á flestum flokkum.
SORPA þjónar íbúum á höfuðborgarsvæðinu
SORPA er í eigu íbúa sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Lögbundið hlutverk SORPU er að sinna móttöku frá heimilum.
Athuganir sýna að um 75% viðskiptavina endurvinnslustöðva SORPU eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu og greiða aðeins í um 4% heimsókna. Um 25% viðskiptavina eru fyrirtæki eða íbúar utan höfuðborgarsvæðisins.
Innleiðing bílnúmeralesara er liður í því að tryggja sanngjarna skiptingu kostnaðar og að þjónusta SORPU sé í samræmi við hlutverk og fjármögnun þess.
Spurt og svarað
Svona virkar þetta
-
Hvenær tekur þetta gildi?
Bílnúmeralesarinn tekur gildi frá og með 1. mars 2026.
-
Afhverju er verið að taka upp bílnúmeralesara?
Til að tryggja sanngjarna gjaldtöku og að sá sem skilar rusli greiði kostnaðinn sem hlýst af meðhöndlun hans.
-
Hvernig veit kerfið hvort ég eigi að greiða?
Kerfið les bílnúmer og sér hvort bíllinn sé skráður á íbúa höfuðborgarsvæðisins, fyrirtæki eða íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Ef bíllinn er skráður á íbúa á höfuðborgarsvæðinu gildir gjaldskrá einstaklinga. Ef bíllinn er skráður á fyrirtæki, eða íbúa utan höfuðborgarsvæðinu gildir gjaldskrá fyrir fyrirtæki.
-
Þarf ég að gera eitthvað?
Ef þú ert íbúi á höfuðborgarborgarsvæðinu og ert skráður fyrir bílnum þínum þá þarftu ekki að breyta neinu.
Ef þú ert með bíl í langtímaleigu eða bíl til afnota frá fyrirtæki en ert ekki skráð/ur sem umráðamaður bílsins þarft þú að skrá þig sem umráðamann.
-
Hvað geri ég ef en tel mig ekki eiga borga en fékk samt rukkun?
Ef þú fékkst rukkun sem þú telur að eigi ekki rétt á sér, þá þarftu að hafa samband við okkur og óska eftir endurgreiðslu.
Hægt er að óska eftir endurgreiðslu með því að smella HÉR og fylla út formið.Ef einhverjar spurningar vakna þá getur þú haft samband við okkur á sorpa@sorpa.is eða spjallað við okkur á netspjallinu.
-
En ef ég er að henda frá heimili en bíllinn skráður á fyrirtæki?
Kerfið byggir á skráningu bílnúmera og sér því aðeins hvort bíllinn sé skráð á fyrirtæki eða einstakling en ekki hverju er verið að henda. Ef þú kemur á fyrirtækjabíl, þá rukkum við samkvæmt gjaldskrá fyrir fyrirtæki.
Í einhverjum tilfellum talar skráning bílsins ekki saman við hvaðan ruslið kemur, þá þarftu að hafa samband við okkur og óska eftir endurgreiðslu. Þú getur gert það með því að fylla út formið HÉR.
Algeng dæmi
-
Hvað á ég að gera ef ég er á bíl frá vinnunni en er ekki skráður umráðamaður?
Þá hvetjum þig til að skrá sem umráðamann bílsins í ökutækjaskrá. Ef þú fékkst rukkun áður en þú skráðir þig sem umráðamann bílsins, þá getur þú skráð þig hjá þínu fyrirtæki, sent okkur skjáskot úr ökutækjaskrá og óskað eftir endurgreiðslu HÉR.
-
Hvað gerist ef ég fæ lánaðan bíl frá vinnunni en er að henda heimilisrusli?
Ef þú fékkst lánaðan bíl sem er skráður á fyrirtæki, en ert ekki umráðamaður og varst að henda heimilisrusli, þá munt þú þurfa greiða líkt og um fyrirtæki sé að ræða. Þú getur óskað eftir endurgreiðslu HÉR.
-
Hvað gerist ef ég fæ flutningsþjónustu til þess að fara með heimilisrusl á endurvinnslustöð?
Flutningsþjónustan mun vera rukkuð, enda fyrirtæki. Ef þú ert íbúi höfuðborgarsvæðisins og að henda heimilisrusli þarft þú að senda okkur afrit af reikningi við flutningsþjónustana og óska eftir endurgreiðslu HÉR.
-
Hvað gerist ef ég er á flutningabíl frá bílaleigu í einn dag en er að henda frá heimili?
Þar sem flutningabíllinn er fyrirtækjabíll þá munt þú þurfa greiða eftir gjaldskrá fyrirtækja. Þú getur sent okkur leigusamninginn eða aðra staðfestingu á leigunni við flutningsaðilann þar sem fram kemur heimilisfangið þitt eða staðfesting á lögheimili á höfuðborgarsvæðinu og þú óskað eftir endurgreiðslu með því að smella HÉR.
-
Hvað gerist ef ég er á bíl sem er skráður utan höfuðborgarsvæðisins en ég á fasteign á höfuðborgarsvæðinu?
Þá munt þú greiða sem íbúi utan höfuðborgarsvæðisins úr gjaldskrá fyrirtækja. Í þessu tilfelli óskum við eftir skjáskoti úr fasteignaskrá sem sýnir álagningaseðill fasteignagjalda og þú óskað eftir endurgreiðslu með því að smella HÉR.
Álagningarseðill fasteignagjalda má finna inn á www.island.is.
Beiðni um endurgreiðslu
Ertu með athugasemd varðandi greiðslu?
Ef þú ert með athugasemd varðandi greiðslu getur þú smellt á hnappinn hér fyrir neðan og fyllt út formið sem kemur upp. Taktu mynd af kvittuninni og því sem þú ert að henda og láttu það fylgja með. Við grípum svo málið og skoðum við fyrsta tækifæri.
Gjaldskrá
Hér má sjá gjaldskrá SORPU. Bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Íbúar utan höfuðborgarsvæðisins falla undir gjaldskrá fyrirtækja.
Er eitthvað óljóst?
Ef þú hefur frekari spurningar eða eitthvað er óljóst þá ekki hika við að hafa samband við okkur á sorpa@sorpa.is, í síma 520-2200 eða spjallaðu við okkur á netspjallinu.