facebook share abending tab-grenndargamar tab-stodvar mobile-eda176c2-929b-4cbe-a59f-033895784f6c mobile-2d59403d-800f-4012-9f8c-ab521d18129a mobile-e4fa1932-d66b-48da-9ec0-11f3feda73fc mobile-b0ceecf3-b304-479b-8977-a925874a7338 mobile-b4111b64-f6d7-48d1-b1d8-fa610628a7cb Asset-1 mobile-59ba86ab-b21d-47a3-8b9a-288e166f65ed arrow-up2 mobile-def53fbd-bbc5-48bc-8fc1-53f0b0359a23 mobile-50eddc45-fcd8-4d0f-b44a-8b2e822aa004 mobile-2798a11b-0bb7-4046-a3fa-f96962d4a511 mobile-e1a61e1e-5d30-400f-9098-43f86eec3b06 close menu close plus f57cebe7-6e0b-49c3-b20a-8d766b89441c 5dce8971-e3a6-4bf2-97b0-3d60e615f1cd 9fa88e3b-2272-4dfb-8e3f-775d8c94e634 Mavæli í umbúðum Plast án úrvinnslugjalds 7a3857b1-829f-4703-a9bd-fb7b7782a3f1 7a3857b1-829f-4703-a9bd-fb7b7782a3f1 16f4f037-7541-4a51-bf3b-4dbb44520315 c25309f0-f7b8-430c-833d-4274392323d7 e7eab9b2-989d-4e6e-aada-00bb975eabc8 f0a78693-308f-4fe1-b701-134f83f5f368 ee8e0b30-6ea2-4946-b7e6-ce731e9249c6 c8c24001-874e-4032-8952-3d883ed620a3 66fb2136-3079-4e58-b4e4-f073e07ce1bb 21fb52be-1b9e-41b7-885b-4af93be46fd2 Lituð timburflís malningarurgangur 90380c5f-e925-47f7-849b-786851d8dfd5 85d17bb8-04ba-44e4-bdb0-b491d9805c3d slatururgangur-2 8e0f7249-fc81-46a2-a778-3af99607c866 6aae3f9f-07a0-46c2-8c92-4e8075b0b6a2 Bólstruð húsgögn, dýnur o.þ.h. 9722274c-cdcd-4625-ab91-539a2cc425b0 51980ecb-63f9-449d-888d-7249a6229efd Vörubretti, kassar o.þ.h. Fiskikör Baggaður úrgangur Sag Afskurður – sléttur pappi Afskurður bylgupappi arrow acdf5b74-efd9-4f6c-9bf2-e841ebeca1cd 6726825f-6e95-4c7b-ac16-0cbea1391b8c b7945e22-d191-4d2d-a998-6329f6bb6845 athygli 4fa8e768-6969-4d29-a80e-5b70ce47ee9e 5ddf25f1-effa-4b35-b167-1c94f43a2b4c 405f3c56-cca1-41fd-8bac-6d1c6f182566 Dýrahræ Dýrahræ einstaklingar Bílrúður b364f7cf-142d-42ac-a27b-41fd49096089 03a4a6dd-1e5f-42e8-b1b2-6f225137513c 9ce6551e-6a2f-484d-9b8e-a5f1cd98620e 1ab4c955-d4a3-4588-be9a-81e22a79baf6 1ab4c955-d4a3-4588-be9a-81e22a79baf6 6629ba24-6a5d-4be7-b367-ca24d97a14a2 40483997-7ae1-4d80-8027-6a9f5af29e3f fot-02 gama 8e47fe9e-13d4-4bfd-a44e-2d3cfa03bcbd 886e6052-f6b2-4266-bfa8-41f8e60811b6 gler-01 gler-02 c3ecd163-8743-4782-9bb0-6f5fe0496658 4faca918-d246-435c-9ca0-d24d4d7d0619 c926ed52-2e95-46e6-90fd-aeb2226f0627 Dekkjakurl haensnaskitur2 73dcf6b9-bfa0-474e-8654-ece181e410a6 96bb2f46-5b56-454e-afca-4e51364441ae 9c9af0ee-9004-4cf4-993a-04b7e80a727b e9b6e998-dfea-4af4-85bd-407ea8481f38 b1e6d44f-9e6e-4e69-ae0e-9ee6444d578c kapalkefli2 5959d1a9-996f-4664-b483-b049c8355dec listi 453da20c-c927-4478-8c7b-dedbcc7375d6 b199f903-b1c4-4e80-974d-54cfd15f756b 10265d3e-c7d1-4518-a77e-04d9146b169a e3ad21d8-6ad1-4c81-b05f-7d34ae47aad6 malmar-02 malmar-03 matarleifar-012 Almennur heimilisúrgangur matarleifar-03 8f8414ac-597d-4849-9d1a-5e6c824aeac9 c2740c95-d177-4c42-8b5d-16201e308fa3 6bd66b03-9d2b-42a2-8858-ba421a4a274d b6c12134-1a41-412f-8263-255e28443c43 5c9280c2-b0ec-4839-adad-f81fad2a66e6 obagganlegur3 Nav – Óflokkaður úrgangur Nav – Óflokkaður úrgangur Óflokkaður úrgangur - af byggingarsvæðum Óflokkaður úrgangur - frá einstaklingum, verslunum o.þ.h. Óflokkaður úrgangur - frá einstaklingum, verslunum o.þ.h. b83a1e9a-781d-448a-a126-a1976d67ae95 Ólífrænn dælanlegur úrgangur - yfir 20% þurrefni a6709958-51a5-4c46-a675-3be38ca3cb8c plastumbudir-02 plastumbudir-03 87b3cafa-ecfb-46fb-83f8-bdb0c32898ed aff43df9-d76b-4dd5-bffc-e8203e3027f7 378b69fa-7b55-480c-b0b7-ca6b84a0b0c8 e00104d8-0523-43e9-a81a-a610cd566fde e10f4a7c-cfc9-4f9b-840e-3e8f4b854b8e Plastumbúðir og annað plast 2150ec56-87db-4ccf-976d-f35c73492c3d Flöskur og dósir, rafræn talning f089a81a-de83-43c3-a521-e1781190d054 80d71128-c317-496d-845c-56044475a5da bd11adef-039e-4d72-afb3-f4578655de42 dfc4968e-6a6f-4d49-a322-004354d6a36a slatururgangur-14 slatururgangur-2 fc34af50-4a59-4867-8163-f8813903380d a5ce37e9-7933-4611-9213-07331b8ae696 Steinefni frá daglegum heimilisrekstri f68ecc6e-63c4-422a-a3fc-c6a9c68f82f4 44563d4f-32c8-4c2f-a57c-c71470cb1448 Grófur úrgangur frá framkvæmdum 85976308-7ecb-4d6e-91b4-e7987a458fc2 bcfa0c1d-1f7a-4e9b-a831-1455592b3e38 Pressanlegur úrgangur frá framkvæmdum Yfirlagsefni Umbúðir úr hörðu plasti 366d1a44-40a7-406f-a244-e9d86db73fc4 veltaekur b0ceecf3-b304-479b-8977-a925874a7338 e1a61e1e-5d30-400f-9098-43f86eec3b06 flokkur-fot-klaedi flokkur-fot-nytjahl 2798a11b-0bb7-4046-a3fa-f96962d4a511 Asset-2 flokkur-gummi 9f137f52-a483-417b-9ba7-fc4f9afc491d 9f137f52-a483-417b-9ba7-fc4f9afc491d eda176c2-929b-4cbe-a59f-033895784f6c flokkur-malmar-02 flokkur-matarleifar flokkur-nytjahlutir b4111b64-f6d7-48d1-b1d8-fa610628a7cb 2d59403d-800f-4012-9f8c-ab521d18129a flokkur-plast-02 50eddc45-fcd8-4d0f-b44a-8b2e822aa004 def53fbd-bbc5-48bc-8fc1-53f0b0359a23 e4fa1932-d66b-48da-9ec0-11f3feda73fc 59ba86ab-b21d-47a3-8b9a-288e166f65ed Hjól Byggingarvörur arrow2 gamur search

Rauði krossinn - fatasöfnun

Share Created with Sketch. Deila

Fatasöfnun Rauða krossins

Frá aldamótum hafa orðið áhrifamiklar breytinga á fataframleiðslu í hinum vestræna heimi. Föt skulu framleidd samkvæmt nýjustu tískustraumum og berast neytendum fljótt og örugglega á viðráðanlegu verði. Áhrifin birtast í framleiðsluferlinu, sem oftast fer fram á fjarlægum slóðum við vinnu- og umhverfisskilyrði sem eru með öllu óásættanleg.

Á árinu 2015 fluttu Íslendingar um 3.800 tonn af textílvörum til landsins samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Innflutningur er þó væntanlega umtalsvert meiri þar sem töluvert magn berst til landsins í ferðatöskum landsmanna. Um leið og nýr fatnaður og aðrar textílvörur rata á heimili okkar þurfa gamlar vörur og fatnaður, eðli málsins samkvæmt, að víkja. En hvað verður um þann fatnað og klæði sem við þurfum að losna við?

Yfir helmingur í endurnotkun og endurvinnslu
Íslendingar nýta vel farveg Rauða krossins fyrir notaðan fatnað. Árið 2015 skiluðu sér um 2250 tonn af vefnaðarvöru til endurnotkunar og endurvinnslu, eða tæp 7 kg á hvern Íslending. Flestir virðast meðvitaðir um notagildi heils fatnaðar en færri gera sér grein fyrir að nánast öll vefnaðarvara getur nýst í gegnum Rauða krossinn. Þá skiptir engu hvort klæðið er heilt eða slitið og hægt er að skila allt frá nærbuxum og sokkum upp í rúmföt, handklæði og gardínur.

Frá Rauða krossinum í flokkunarstöðvar og hjálparstarf
Ekkert af því sem berst til Rauða krossins fer beint í hjálparstarf heldur er andivirði þess sem selst nýtt í hjálparstarf. Um 50 tonn fóru í endursölu í verslunum Rauða krossins hérlendis árið 2015 en afgangurinn, yfir 2.000 tonn, voru seld til flokkunarstöðva í Þýskalandi og Hollandi. Farsælt samstarf Rauða krossins og Eimskipa greiðir fyrir þeim flutningum. Á meginlandinu fer fram umfangsmikil flokkun eftir efnistegundum, gæðum, stærðum og litum í um 250 til 300 mismunandi flokka. Helstu markaðir fyrir notuð föt eru í Afríku, Mið-Austurlöndum og Austur-Evrópu.

Gallabuxurnar uppfærðar samkvæmt nýjustu tísku
Sá hluti sem ekki telst hæfur til endurnotkunar fer í ýmiskonar endurvinnslu. Sem dæmi má nefna að hægt er að endurvinna gallabuxnaefni allt að 5 sinnum. Efnið er þá tætt og þráður spunninn, nýtt gallabuxnaefni svo ofið úr þræðinum og það t.d. nýtt í nýjar gallabuxur. Á sama hátt er hægt að tæta slitna prjónavöru og spinna þráð sem svo nýtist í margs konar prjónavarning. Önnur endurvinnsla á vefnaðarvöru felur í sér framleiðslu á tuskum fyrir bílaverkstæði, notkun tætts efnis í einangrun, mottur, sætistróð í bílsætum o.s.frv. Þá skiptir engu hvort efniviðurinn er götóttur, mjög slitinn eða blettóttur. Nánast allt klæði getur nýst aftur í nýjar vörur.

Hægt að draga verulega úr umhverfisáhrifum með endurnotkun og endurnýtingu
Hver einasta flík sem er framleidd krefst orku- og vatnsnotkunar og hefur í för með sér losun á mengandi efnum. Framleiðsla á aðeins einum gallabuxum þarfnast tæplega 11.000 lítra af vatni. Uppistaðan í efni gallabuxnanna er bómull en það er jafnframt algengasta efnið í fatnaði. Bómullarplantan er frek á vatn og efnanotkun í kringum ræktun hennar er mikil. Sem dæmi er áburðarnotkun í bómullarræktun ein sú mesta sem gerist í landbúnaði og um 12% allrar notkunar á skordýraeitri í landbúnaði er vegna bómullarræktar. Á svæðum þar sem framleiðsla á vefnaðarvörum er mikil, finnst fjöldinn allur af heilsuspillandi efnum í umhverfinu, s.s. þungmálmar og hormónabreytandi efni. Vatnasvæði taka við óhreinsuðu skólpi frá verksmiðjum með tilheyrandi áhrifum á lífríki og íbúa svæðanna í kring. Notkun á endurunnu bómullarefni getur því dregið mikið úr umhverfisáhrifum og sparar bæði orku og náttúruauðlindir.

Um 2000 tonn leynast enn í ruslinu
Áhrifa hinnar hröðu endurnýjunar í fataskápum okkar gætir einnig í ruslinu. Samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðar eru hjá SORPU á úrgangi sem fer til urðunar frá íbúum höfuðborgarsvæðisins og frá endurvinnslustöðvum, má ætla að yfir 2000 tonn af vefnaðarvöru hafi farið til urðunar árið 2015. Það eru um 10 kg á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þá er ótalið það sem kemur beint til móttökustöðvar SORPU frá stærri rekstraraðilum. Það er ódýrara fyrir samfélagið og umhverfislega betra að þessi efni fari í endurnotkun og endurvinnslu. Fyrir hvert kíló af vefnaðarvöru sem komið er í veg fyrir að fari í ruslið sparast sem samsvarar 15 kg af koltvíoxíðúblæstri. Ef tækist að nýta ofangreint magn af vefnaðarvöru í stað þess að urða, mætti spara útblástur sem jafngildir notkun á 15.000 bifreiðum á ári.

Í ljósi þess að fremur einfalt er að skila bæði heilu og slitnu klæði í gáma Rauða krossins á grenndarstöðvum og á endurvinnslustöðvum SORPU er í raun galið hvað ennþá fer mikið í ruslið. Þessu verðum við að breyta og hvert og eitt okkar gegnir þar hlutverki. Skilum jafnt heilu og slitnu klæði í farveg Rauða krossins.

Minnisblað
Hlutur Gámur Áætlað verð