Ný og glæsileg vélræn móttaka fyrir skilgjaldskyldar umbúðir hefur opnað í Jafnaseli
Ný vélræn móttaka fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir hefur verið opnuð í Jafnaseli. Við bjóðum upp á stærri og betri aðstöðu og bætta þjónustu þar sem viðskiptavinir geta nú komið með óflokkaðar umbúðir. Umbúðir þurfa hins vegar að vera óbeyglaðar svo að flokkunarvélin þekki þær. Beygluðum umbúðum er hægt að skila hjá Endurvinnslunni hf. á höfuðborgarsvæðinu, Dalvegi 28, Knarrarvogi 4 og Skútuhrauni 11.
Verið velkomin til okkar í Jafnasel.
Meira rusl
Óskum eftir vélamanni í móttöku- og flokkunarstöð SORPU Gufunesi
06. desember 2019Hér er hægt að sækja um.
Umhverfisvænn jólaundirbúningur
05. desember 2019Skoðaðu hvernig hægt er að gera jólaundirbúninginn umhverfisvænni. Ná í PDF hér.