Hvað á að gera við jólatré og flugeldarusl?
Á síðasta degi jóla þegar jólatrén hafa þjónað sínu hlutverki skulum við hjálpast að við að koma þeim í réttan farveg. Ekki henda þeim út og vona að þau fjúki í burtu og hverfi.
Sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sækja trén til íbúa. Nánari upplýsingar um það finnurðu á miðlum þíns sveitarfélags. Öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins er bent á að koma með trén á endurvinnslustöðvar SORPU eða nýta heimsækingarþjónustu íþróttafélaganna.
Á endurvinnslustöðvum SORPU er tekið við jólatrjám frá einstaklingum án gjaldtöku. Fyrirtæki, verktakar og stofnanir greiða móttökugjöld samkvæmt gjaldskrá stöðvanna fyrir allan úrgang, þar með talið jólatré, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hámarksfarmur á endurvinnslustöðvum er 2 rúmmetrar.
Öllum með stærri farma er bent á móttöku- og flokkunarstöðina í Gufunesi eða urðunarstæðinn í Álfsnesi þar sem er greitt fyrir farma eftir vigt.
Flugeldarusl
Sama má segja um flugeldaruslið. Látum það ekki grotna niður og verða að drullu og sóðaskap. Leir er notaður í botninn á skottertum sem gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu. Flugeldarusli á því að skila á endurvinnslustöðvar SORPU. Þeir eiga alls ekki að fara í almennuruslatunnuna Sama með ósprungna flugelda, sem eiga að fara í spilliefnagáminn.
Meira rusl
Nýr vöruflokkur fyrir yleiningar
21. janúar 2021Kominn er nýr vöruflokkur í gjaldskrá móttöku- og flokkunarstöðvar SORPU í Gufunesi sem heitir Yleiningar. Gjaldið við hvert kíló af yleiningum 90,58 krónur með virðisaukaskatti. Flokkurinn...
Minna blý í útstreymi frá urðunarstað SORPU en í kræklingi í Faxaflóa
20. janúar 2021Vegna vangaveltna stjórnar Skotfélags Reykjavíkur, sem birtust í Fréttablaðinu í gær, um hvort mengun frá meðhöndlun úrgangs á urðunarstað SORPU í Álfsnesi sé mikil í samanburði...