Góði hirðirinn verður áfram á Hverfisgötu
Stjórnendur og stjórn SORPU og Góða hirðisins hafa ákveðið að halda rekstri verslunar Góða hirðisins við Hverfisgötu 94-96 áfram. Verslunin var opnuð í tilraunaskyni um miðjan nóvember á liðnu ári til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir rekstri útibús Góða hirðisins.
Stjórnendur bundu vonir við að verkefnið gengi eftir því þau endurnot sem Góði hirðirinn stuðlar að eru mikilvægur stuðningur við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og því að draga úr myndun úrgangs. Árangurinn lét ekki á sér standa og var ákveðið að semja til langtíma við eigendur húsnæðisins við Hverfisgötu. Þennan árangur má meðal annars sjá í því að í janúar í ár seldust um 12.000 fleiri munir í Góða hirðinum en í janúar í fyrra.
Versluninni við Hverfisgötu verður lokað tímabundið frá og með mánudeginum 15. febrúar vegna framkvæmda og því er rýmingarsala í versluninni á Hverfisgötu í fullum gangi. Stefnt er að því að opna verslunina aftur í mars.
„SORPA leggur í síauknum mæli áherslu á efri þrep úrgangsþríhyrningsins. Í honum er allt kapp lagt á að meðhöndla úrgang þannig að hann nýtist hringrásarhagkerfinu sem best, til dæmis með því að finna notuðum hlutum nýja notendur. Góði hirðirinn er flaggskip SORPU á sviði endurnota og því ánægjulegt að sjá þær viðtökur sem bæði verslunin við Hverfisgötu og netverslun Góða hirðisins hafa fengið,“ segir Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri SORPU.
Þessi góði árangur gefur stjórnendum SORPU og Góða hirðisins enn fremur tilefni til að kanna hvort forsendur séu fyrir að opna fleiri útibú Góða hirðisins á höfuðborgarsvæðinu.
Meira rusl
Tæplega 1.200 tonnum skilað til GAJU í janúar
18. febrúar 2021GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, tók á móti 1.192 tonnum af efni til meðhöndlunar í janúarmánuði. Með hverju...
Góði hirðirinn verður áfram á Hverfisgötu
12. febrúar 2021Stjórnendur og stjórn SORPU og Góða hirðisins hafa ákveðið að halda rekstri verslunar Góða hirðisins við Hverfisgötu...