Búið að ráða niðurlögum eldsins í Álfsnesi
Búið er að ráða niðurlögum eldsins á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Tilkynnt var um eldinn um 06:30 í morgun og búið var að ráða niðurlögum hans um 10:30.
Eldurinn var um tíma töluverður og beindi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu því til íbúa á Esjumelum og í Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ að loka gluggum.
Talið er að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Starfsfólk SORPU og verktakar á svæðinu kæfðu eldinn undir verkstjórn Slökkviliðsins með því að moka efni yfir eldinn til að stöðva útbreiðslu hans og kæfa.
Úrgangurinn sem orsakaði íkveikjuna er lífrænn úrgangur á móttökustað sem var lokað og hætt að nota með opnun GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU.
Meira rusl
Nýr vöruflokkur fyrir yleiningar
21. janúar 2021Kominn er nýr vöruflokkur í gjaldskrá móttöku- og flokkunarstöðvar SORPU í Gufunesi sem heitir Yleiningar. Gjaldið við hvert kíló af yleiningum 90,58 krónur með virðisaukaskatti. Flokkurinn...
Minna blý í útstreymi frá urðunarstað SORPU en í kræklingi í Faxaflóa
20. janúar 2021Vegna vangaveltna stjórnar Skotfélags Reykjavíkur, sem birtust í Fréttablaðinu í gær, um hvort mengun frá meðhöndlun úrgangs á urðunarstað SORPU í Álfsnesi sé mikil í samanburði...