Betra vinnuumhverfi og minni útblástur - ný rafmagns hjólavél í móttökustöð
Seinni hluta ársins 2018 tók SORPA nýja langarma hjólavél í notkun í móttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi. Vélin er sú fyrsta af þessu tagi á Íslandi sem gengur fyrir rafmagni og er markmiðið með henni m.a. að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi SORPU. Vélaborg flutti vélina inn fyrir SORPU og er hún af tegundinni Sennebogen. Nýtist hún fyrst og fremst til að mata hakkara fyrir heimilis- og rekstrarúrgang og er því sem næst í stöðugri notkun á afgreiðslutíma móttökustöðvar. Notkun vélarinnar hefur að auki í för með sér betra vinnuumhverfi fyrir starfsfólk SORPU þar sem vélin stuðlar m.a. að betri loftgæðum og hljóðvist í móttökustöðinni.
Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður vegna vélarinnar dragist saman um allt að 66% vegna orkuskiptanna, auk þess sem lægri viðhaldskostnaður fylgir rafmagnsvélum en sambærilegum vélum sem ganga fyrir dísel, samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Vélin er tengd við rafmagn í gegnum 60 metra langa kapalbraut í lofti og því þarf aldrei að taka hana úr notkun til að hlaða hana eða fylla á hana olíu, líkt og á við um aðrar sambærilegar vélar. Áætlað hefur verið að orkuskiptin dragi úr losun um sem nemur allt að 100 tonnum af CO2 á ári.
Meira rusl
Afgreiðslutími SORPU á uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí
20. maí 2022Hér má sjá opnunartíma starfsstöðva SORPU á uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí. Endurvinnslustöðvar: kl....
SORPA innleiðir nýtt greiðslukerfi - beiðnabækur SORPU hætta
11. maí 2022SORPA hefur innleitt nýtt greiðslukerfi og samhliða því uppfært greiðsluskilmála sína. Ein af breytingunum er að...