Vistvæn ökutæki hjá SORPU

Aukinn áhugi er meðal almennings um umhverfisvænt eldsneyti. Á urðunarstaðnum í Álfsnesi framleiðir SORPA vistvæna ökutækjaeldsneytið metan úr hauggasi. Metan í hauggasi er kraftmikil gróðurhúsalofttegund, eða allt að 21 sinnum öflugara en koltvísýringur ef það fær að gufa óhindrað upp úr haugnum. Með því að safna hauggasinu, hreinsa það og nota sem bifreiðaeldsneyti eru gróðurhúsaáhrif urðunarstaðarins í lágmarki.

Sjá meira um urðun og gassöfnun.

Dótturfyrirtæki SORPU, Metan hf., hefur það hlutverk að sjá um sölu og markaðssetningu eldsneytisins.

Í dag eru allir fólksbílar SORPU metanbifreiðar. Metanbifreiðarnar eru s.k. tvíorkubílar sem ganga fyrir metani og bensíni eða metani og dísel. Vægi jarðefnaeldsneytisnotkunar SORPU hefur dregist verulega saman vegna meiri notkunar metans. SORPA gerir einnig kröfu þess efnis að ökutækja - og vinnuvélafloti verktaka á þeirra vegum séu vistvæn eða knúin á metani. 

                           

 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is