Umhverfisþættir SORPU

SORPA starfar í sátt við fólk og umhverfi. Sjá Umhverfis- og gæðastefnu SORPU hér.

Umhverfisvottun ISO 14001

ISO 14001 er alþjóðlegur staðall fyrir umhverfisstjórnunarkerfi sem gerir kröfu um að áætlunum og verklagsreglum í umhverfismálum sé fylgt og að skráning og vistun upplýsinga uppfylli skilyrði. SORPA er eitt af elstu umhverfisfyrirtækjum landsins og mun staðallinn tryggja stöðugar umbætur í umhverfisstarfinu. Umhverfisvottun SORPU.

Umhverfisskýrslur

SORPA leggur metnað sinn í að flokka vandlega þann úrgang sem fellur til hjá fyrirtækinu og halda nákvæmt efnisbókhald yfir hráefni og orku sem notuð eru í starfsemi fyrirtækisins. Þessu verkefni er sinnt samviskusamlega allan ársins hring til að tryggja að hægt sé að veita eigendum, eftirlitsaðilum, stofnunum og almenningi gagnlegar upplýsingar um það hvernig umhverfismálum er háttað hjá SORPU.
Umhverfisskýrslu eða Grænt bókhald er að finna í Ársskýrslu fyrirtækisins.
 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is