Leiðsögn í úrgangsmálum

SORPA er leiðandi fyrirtæki í úrgangsstjórnun og býr yfir ómældri þekkingu á því sviði.

Leiðsögn í úrgangstjórnun heimila.

Vanti þig ráðgjöf varðandi úrgangsmál, þá er þér velkomið að hafa samband við umhverfis- og fræðsludeild SORPU. Þar færðu leiðbeiningar um þau skref og þær leiðir sem henta heimilum, hvað skal flokka og hvernig er hagkvæmast að gera það. Prenta út Flokkunartöflu.
Ath. að hreinleiki hráefnis skiptir höfuðmáli, matarleifar og önnur óhreinindi eiga ekki samleið með flokkuðum úrgangi í endurvinnslu.

SORPA hefur sett upp véltæka flokkun sem nær málmum úr blönduðum úrgangi með segulfæriböndum og því þarf ekki að flokka málma sér. Höldum málmum til haga og setjum þá síðan beint í tunna, í lausu.

Sjá Flokkunarvef SORPU.

Umhverfis- og fræðsludeild veitir upplýsingar um flokkun úrgangs í síma 520 2200 eða í tölvupósti.

 

Leiðsögn í úrgangsstjórnun fyrirtækja.

SORPA hefur þróað leiðir til þess að einfalda úrgangsskil fyrirtækja. Nú geta fyrirtæki skilað öllum pappírsúrgangi (pappír, pappírsumbúðum og smærri bylgjupappaumbúðum) í sama flokkinn. Allt fer laust í tunnuna og engir plastpokar því plastpokar eru aðskotahlutir í þessum farmi. Ath matarleifar og önnur óhreinindi eiga ekki samleið með umbúðum og pappír í endurvinnslu.

Sjá Flokkunarvef SORPU.

Ráðgjöf í úrgangsmálum fyrirtækja veitir Jón Ólafur stöðvarstjóri móttökustöðvar SORPU í s: 660 2211 eða í tölvupósti.
 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is