Vakning í umhverfismálum

Á undanförnum árum hefur verið mikil vakningu í umhverfismálum á Íslandi. Okkar samfélag einkennist af mikilli neyslu og allri neyslu  fylgir úrgangur, en úrgangur er  ekkert annað en ónotað hráefni. Skilum því hráefni til endurvinnslu eða endurnýtingar en með því móti göngum við ekki of nærri auðlindum okkar.

Úrgangsþríhyrningurinn sýnir okkur að það skal alltaf vera síðasti kostur að senda úrgang í urðun eða förgun.

Úrgangur - lágmörkun úrgangs
Það ætti að vera forgangsatriði að koma í veg fyrir myndun úrgangs og draga úr magninu. Annars skal reyna að endurnota úrganginn eða koma honum til endurvinnslu. Úrgangur er auðlind sem á ekki að sóa.

SORPA hefur gefið íbúum margnota innkaupapoka til að sporna við plastpokanotkun.

Endurnotkun
Góði hirðirinn er nytjamarkaður SORPU og þar öðlast gamlir hlutir nýtt líf. Á öllum endurvinnslustöðvum SORPU eru nytjagámar fyrir Góða hirðinn

Endurvinnsla
SORPA rekur 6 endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, þar geta íbúar og smærri fyrirtæki komið með 36 úrgangsflokka til endurnotkunar, endurvinnslu og/eða förgunar.  Grenndargámar á höfuðborgarsvæðinu eru um 80 talsins, taka þeir við pappa, pappír og plastumbúðum.

Metan sem ökutækjaeldsneyti - til orkuvinnslu
Á urðunarstaðnum í Álfsnesi framleiðir SORPA vistvæna ökutækjaeldsneytið metan úr hauggasi.  Árið 2012 jafngilti metanframleiðslan yfir tveimur milljónum bensínlítra og dugði sem eldsneyti á yfir 1000 ökutæki.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is