Svæðisáætlun

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs er samstarfsverkefni SORPU bs, Sorpstöðvar Suðurlands bs, Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja sf og Sorpurðunar Vesturlands hf. Fyrirtækin annast meðhöndlun úrgangs fyrir 34 sveitarfélög með alls um 251 þúsund íbúa. Starfssvæði þessara samlaga er á vestan- og sunnanverðu landinu, frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.

Fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út 2005 og hlaut staðfestingu sveitarstjórna allra þeirra sveitarfélaga sem áætlunin nær til. Samkvæmt ákvæðum laganna skal endurskoða áætlunina á 3ja ára fresti. Sameiginleg svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu kom út í mars 2009.

Nálgast má allar upplýsingar um verkefnið á heimasíðu þess, www.samlausn.is.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is