Tunnuparið - allt sem þú þarft!

Fimm flokkar í eina tunnu!

Hvað er Blátunna?
Blátunnan er pappírstunna sem tekur allan pappírsúrgang og er innihaldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði.
Að flokka pappír og pappa frá heimilisúrgangi er spor í átt að sjálfbærni fyrir samfélagið ásamt því að spara umtalsverða fjármuni. Pappi og pappír er hráefni í vörur eins og salernispappír og eldhúsrúllur. Urðun á pappír er því tvímælalaust sóun á hráefni og spilling á landssvæði.
Lesa meira um blátunnu á blatunna.is.

SORPA flokkar bylgjupappa vélrænt frá öðrum pappír í möttöku- og flokkunarstöðinni, til að hámarka virði efnisins. Blátunnan er aukin þjónusta við íbúa sveitafélagsins.

SORPA er eingöngu móttökuaðili fyrir pappírsúrgang á höfuðborgarsvæðinu, og sjá sveitafélögin sjálf um sorphirðu.

Tveir flokkar í eina tunnu!

Hvað er orkutunna?
Orkutunnan er gamla gráa tunnan. Í hana má setja allan heimilisúrgang og málma í lausu.
Við niðurbrot lífrænna efna, s.s. matarleifa, losnar umtalsverð orka. SORPA vinnur orkuna úr sorphaugnum og framleiðir vistvæna ökutækjaeldsneytið metan.

Hjá SORPU eru málmar flokkaðir vélrænt frá öðrum úrgangi úr orkutunnunni og þeim komið til endurvinnslu. Þannig bjargast verðmæti og dregið er úr urðun.

ATH: Allir málmar lausir í tunnuna!
Engar rafhlöður, spilliefni eða raftæki í tunnuna. Skilið því á endurvinnslustöðvar SORPU.

Orkutunna og blátunna vinna saman að góðri flokkun

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is