4 einföld skref til að byrja að flokka

 1. Minnkaðu plastpokanotkun með margnota innkaupapoka. 
  Fyrir þá sem vilja nota poka undir ruslið þá er ódýrara að kaupa rúllu af gráum ruslapokum (sem eru flestir unnir úr plastafgöngum) en að kaupa poka við afgreiðslukassann.
   
 2. Vertu þér úti um ílát (poka) og aðstöðu fyrir daglega flokkun. Útsjónarsamir útbúa aðstöðu í eldhúsi, þvottahúsi eða bílskúr.
   
 3. Hreinsaðu umbúðir og rúmmálsminnkaðu fyrir flokkun til að koma í veg fyrir ólykt og óþarfa fyrirferð.
   
 4. Farðu reglulega í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar. Þú sérð strax minnkun á úrgangi og verður meðvitaður um óþarfa umbúðir í innkaupum.

Margnota enduvinnslupokinn frá SORPU er unninn úr 85% endurunnu efni og tekur allt að 20 kg. Hann fæst gefins á næstu endurvinnslustöð.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is