Moltugerð

Í Álfsnesi fer fram framleiðsla á jarðvegsbætiefni sem fengið hefur nafnið MOLTA. Molta er hágæða jarðvegsbætir sem eingöngu er framleiddur úr grasi og kurluðum trjágreinum. Við vinnsluna er þessum tveim hráefnum blandað saman í ákveðnum hlutföllum og efnið lagt út í múga. Múgunum er síðan snúið reglulega til að nægjanlegt súrefni komist að efninu og þannig flýtt fyrir niðurbroti þess. Vinnslan tekur um 10 vikur og er efnið að þeim tíma liðnum látið vera í múgunum fram á næsta vor. Þá er efnið sigtað og búnar til úr því tvær afurðir MOLTA og MOLTUBLANDA sem er blanda af mómold og Moltu.

Gjaldskrá moltu er að finna hér.

Heimajarðgerð
Með heimajarðgerð má spara sér flutning og kostnað við losun á garðaúrgangi og framleiða eigin moltu sem nýtist sem áburður í garðinum. Hér má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um heimajarðgerð.

Ef óskað er nánari upplýsinga um jarðvegsbætinn Moltu vinsamlega sendið okkur tölvupóst: sorpa@sorpa.is.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is