Urðunarstaðurinn í Álfsnesi.

Afgreiðslutími: 

Virka daga:  8:00 - 17:00

Laugardaga: 8:00 - 12:00

Vaktsími: 660 2208

Matvælastofnun samþykktarnúmer: IS-A253

Urðunarstaðurinn er vaktaður af Securitas. 

Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er stærsti og þróaðasti urðunarstaður landsins.  Þangað er fluttur baggaður úrgangur til urðunar sem og ýmis annar úrgangur til endurvinnslu, t.d. steinefni, dekkjakurl og jarðvegsefni.

Sífellt er leitað betri aðferða við rekstur urðunarstaðar og meðhöndlun úrgangs.  Í desember 2011 var til að mynda tekin í notkun ný móttaka fyrir lyktarsterkan úrgang.  Með því er komið til móts við þörf á bættri aðstöðu fyrir viðskiptavini og starfsmenn ásamt því að dreifing lyktarefna frá urðunarstaðnum minnkar.  Við þetta næst jafnframt nákvæmara eftirlit á innihaldi farma og aukin skilvirkni.

Moltugerð.

Urðun og gassöfnun.

Viðskiptavinir greiða fyrir úrgang eftir þyngd (kr/kg), samkvæmt gjaldskrá.

Sérstakt álagsgjald er lagt á ef úrgangur og/eða afhending er ekki í samræmi við móttökuskilyrði.

Móttaka úrgangs

  1. Þegar komið er á urðunarstað SORPU er fyrst farið yfir vigt þar sem starfsmaður urðunarstaðar tekur á móti viðskiptavini.
  2. Viðskiptavini ber að veita upplýsingar um eðli og uppruna úrgangs.
  3. Starfsmaður SORPU fylgir viðskiptavini á losunarstað og staðfestir flokkun.
  4. Á leiðinni út er aftur farið yfir vigt og gengið frá afgreiðslu.

Sækja um viðskiptakort SORPU

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is