Greiðum fyrir skil

Móttöku- og flokkunarstöð SORPU greiðir fyrir skil samkvæmt gjaldskrá ef þú skilar 250 kg af bylgjupappa eða meira á mánuði. Einnig er greitt fyrir skil á filmuplasti samkvæmt gjaldskrá ef skilað er yfir 125 kg á mánuði. Nánari upplýsingar má finna í gjaldskrá móttökustöðvar.

Móttöku- og flokkunarstöð SORPU hvetur viðskiptavini til að skila sem mestum hluta endurvinnsluefna og draga þannig úr óflokkuðum úrgangi. Að greiða fyrir skil er hvati fyrir fyrirtæki að flokka og skila úrgangi þar sem viðskiptamenn njóta ágóðans ásamt því að leggja sitt mörkum við að draga úr úrgangi sem annars færi til urðunar.

Senda fyrirspurn.

 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is