Móttöku- og flokkunarstöðin í Gufunesi

Afgreiðslutími

Virkir dagar: 7:30 -17:00

Laugardagar: LOKAÐ
(
AÐEINS opið fyrir viðskiptavini með viðskiptakort kl. 8:00 - 11:00)

Sunnudagar*: LOKAÐ
(AÐEINS opið fyrir viðskiptavini með viðskiptakort kl. 10:00 - 12:00)
*Sunnudagsálag - 3.300 kr. per afgreiðslu án vsk.


Móttöku- og flokkunarstöðin er vöktuð af Securitas.  
 

Í móttöku- og flokkunarstöð er tekið á móti stærri förmum (stærri en 2 m3) og greiða viðskiptavinir fyrir úrgang eftir þyngd (kr/kg), samkvæmt gjaldskrá.

Í móttöku- og flokkunarstöð SORPU er úrgangur meðhöndlaður og honum komið í endurnýtingu eða förgun.  Hagstæðara er fyrir viðskiptavini að skila flokkuðum úrgangi því vönduð flokkun leiðir til betri nýtingar á hráefnum og stuðlar að bættu umhverfi.

Endurheimtum málma úr úrgangi
Grófur úrgangur og blandaður heimilisúrgangur eru hakkaðir í móttökustöð svo hægt sé að endurheimta málma úr úrgangi með vélrænni flokkun og bjarga þannig verðmætum frá urðun.  Slík vinnsla er einsdæmi á Íslandi og leiðir jafnframt til enn frekari rúmmálsminnkunar við pressun og böggun úrgangs og gerir flutning og urðum hagkvæmari.

SORPA greiðir fyrir skil á bylgjupappa og filmuplasti.

Sækja um viðskiptakort SORPU

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is