Grenndargámar

Grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru yfir 80 talsins.
Sjá staðsetningar grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu á flokkunarvef SORPU.
Grenndarstöðvar eru mismunandi, flestar hafa allavegana tvo gáma fyrir pappír/pappa og fyrir plastumbúðir, nema í Kópavogi og Mosfellsbæ þar sem pappírsgámarnir hafa verið fjarlægðir enda allir íbúar þar með bláa tunnu.  

Glergámar verða á öllum grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík verður komin glersöfnun á allar stöðvarnar 57 árið 2020.

Opið á nýju grenndargámunum er skv. alþjóðlegum öryggisstöðlum sem segja að opið megi ekki vera stærra en 20 cm í þvermál, m.a. til að koma í veg fyrir að börn skríði inn í gámana.

Góð leið til að losa í gámana:
• Týna úr flokkunarpoka í opið.
• Nota minni poka sem annars nýtast ekki undir almennt sorp.
• Nota venjulegan innkaupapoka en ekki troðfylla hann til að auðveldara sé að stinga inn í opið.
• Stærri umbúðir eins og brúsa verður að pressa saman.


Grenndargámarnir fyrir plast eru ætlaðir til að taka við umbúðaplasti en ekki stærri plasthlutum eins og snjóþotum og garðhúsgögnum. Stærri plasthlutir eru velkomnir á endurvinnslustöðvar SORPU.

Á mörgum grenndarstöðvum er einnig að finna gáma fyrir fatnað frá Rauða krossinum og dósagám frá skátunum.

Fara á flokkunarvef SORPU
Sjá Flokkunartöflu SORPU


SORPA hefur innleitt nýja aðferð sem felst í að safna saman öllum pappír, dagblöðum, fernum, sléttum pappa og bylgjupappa og flokka síðan með vélrænum hætti.  Þannig næst betri flokkun, það er þægilegra fyrir notendur og ódýrara fyrir almenning.

Losið blöðin úr plastpokum, setjið þau í lausu í gáminn.  Sjá nánar um pappírsflokkun á blatunna.is

Sjá fræðslumyndbönd um endurvinnslu pappírs og plast umbúða.

Mikilvægt er að umbúðir séu hreinar og lausar við aðskotahluti. Pressið umbúðirnar vel saman - það kostar að flytja loft.

Hráefni í nýjar vörur
Allur flokkaður pappírs- og pappaúrgangur endar í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Hann er síðan sendur til Svíþjóðar þar sem hann er endurunninn í margvíslegar afurðir, s.s. eldhúspappír, salernispappír o.fl. Umbúðir úr sléttum pappa eru sendar til endurvinnslu til Fiskeby Board í Svíþjóð. Úr hverjum fimm kössum er hægt að búa til fjóra nýja.  Plastumbúðirnar eru ýmist nýttar til orkuvinnslu eða til endurnýtingar bæði hérlendis og erlendis.

Verðmætt hráefni er endurnýtt

  • Dregið er úr því landi sem leggja þarf undir sorpurðun.
  • Vönduð flokkun er lykilatriði.
  • Endurvinnsla úrgangsins er ódýrari fyrir samfélagið heldur en urðun.

Góð flokkun er forsenda endurvinnslu

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is