Góði hirðirinn - nytjamarkaður SORPU og líknarfélaga    

Afgreiðslutími 

Mánud. - föstud: 12:00 - 18:00

Laugard: 12:00 - 16:00

Sunnud: LOKAÐ

Verslun er staðsett í Fellsmúla 28, s: 520 2200

Verslunarstjóri s: 660 2263 / 660 2286

Gamalt fyrir þér, nýtt fyrir öðrum

Í Góða hirðinum fæst allt milli himins og jarðar m.a. húsgögn, húsbúnaður, smávara, bækur, plötur, DVD og CD diskar, barnavörur, raftæki, hjól, skíði og skautar ásamt hinum ýmsu furðumunum sem koma til okkar á hverjum virkum degi.

 
 

Nytjagámar á endurvinnslustöðvum

Á öllum endurvinnslustöðvum SORPU eru nytjagámar fyrir Góða hirðinn þar sem hægt er að gefa hluti með óskert notagildi. Ekki er tekið við hlutum í verslun Góða hirðisins. 

Saga Góða hirðisins

Árið 1993 hóf SORPA samstarf við nokkur líknarfélög um endurnýtingu húsgagna sem annars færu í urðun. Þessi líknarfélög eru Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn. SORPA sá um að safna hlutum sem bárust á endurvinnslustöðvarnar en Rauði krossinn sá um að afhenda þá til bágstaddra. Rekstrarformið breyttist árið 1995 þegar Rauði krossinn opnaði Nytjamarkaðinn að Bolholti 6. Árið 1997 tók SORPA alfarið við rekstri Nytjamarkaðarins og árið 1999 fékk markaðurinn nafnið Góði hirðirinn, nytjamarkaður SORPU og líknarfélaga.

Markmið Góða hirðisins er að endurnýta nytjahluti til áframhaldandi lífs og rennur ágóðinn af sölunni til góðgerðarmála. Styrkúthlutun fer fram einu sinni til tvisvar á ári þar sem upphæðinni er skipt á milli nokkurra félagasamtaka.   
Einnig eru haldin uppboð í lok árs, þar sem seldir eru sjaldgæfir og verðmætari hlutir sem berast í nytjagámana.  Upphæðin sem safnast rennur óskipt til vel valins málefnis. 

Sækja um styrk til Góða hirðisins hér.

Sjá yfirlit yfir veitta styrki.

Góði hirðirinn þakkar kærlega fyrir samstarfið.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is