Gas- og jarðgerðarstöð

Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfsnesi er næsta stóra skrefið í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er í samræmi við stefnu sem sveitarfélögin hafa mótað í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020. Eftir að gas- og jarðgerðarstöðin hefur starfsemi verður allur úrgangur sem safnað er frá heimilum á samlagssvæði SORPU unninn í stöðinni. Lífrænu efnin verða nýtt til gas- og jarðgerðar, en málmar og önnur ólífræn efni verða flokkuð frá.

Nánar um gas- og jarðgerðarstöðina og 95% endurnýtingahlutfall á höfuðborgarsvæðinu.

Bæklingur um gas- og jarðgerðarstöð

Myndband sem sýnir vinnslu í gas- og jarðgerðarstöð í Danmörku.

Heimasíða Aikan og myndband með kynningu á kerfinu.

Stefnt er að því að það efni sem er í orkutunnunni í dag verði unnið og flokkað með forvinnslu fyrir gas- og jarðgerðarstöðina. Á það sérstaklega við um málma og plast sem hægt er að ná frá með sérstökum tækjabúnaði.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is