Breytt móttaka blandaðs úrgangs á endurvinnslustöðvum SORPU - Ekki Laumupokast!

Breyting hefur orðið á móttöku úrgangs í gámi 66, sem er úrgangur til urðunar, pressanlegur.

Samkvæmt rannsókn á innihaldi þessa gáms kom í ljós að rúmlega 30% af efni í gámnum reyndist vera pappír, pappi, tau og klæði sem hæft er til endurvinnslu.  Annað í gámnum sem ætti að fara í endurvinnslufarveg er plast, málmar og steinefni.

Frá og með febrúar verður bannað að setja pappír, tau og klæði í gáminn og þessum flokkum beint í endurvinnslufarveg.  Í framhaldi af því verður ekki lengur leyfilegt að henda svörtum ruslapokum í pressugáminn, við notumst við glæra poka. Glær poki auðveldar starfsmönnum að leiðbeina viðskiptavinum við flokkun og draga þannig úr úrgangi til urðunar.

Hægt verður að fá stóra glæra poka gefins á endurvinnslustöðvum SORPU, eru þeir framleiddir hjá Odda og úr 100% endurunnu efni.

Sjá ítarlegri grein um þessa breytingu hér.

Saman aukum við endurvinnslu!

Fatnaður og pappírsefni eru stór hluti þess sem nú fer í gám 66. Þessi efni eiga betri farveg!

Ávinningur af betri flokkun er betri nýting náttúruauðlinda og minni kostnaður samfélagsins.

 

                                  
 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is