Viðskiptakort SORPU

Staðgreiðsla
Staðgreiðsla er helsti greiðslumáti í viðskiptum við SORPU nema um annað sé samið.

Viðskipti með viðskiptakorti
Viðskiptavinir sem eru í reglulegum viðskiptum við SORPU geta sótt um lánsviðskipti. Þá greiða viðskiptavinir mánaðarlega úttekt eftir á, samkvæmt reikningi. Ef lánsviðskiptin eru samþykkt er útbúið kort fyrir viðskiptavin sem hann fær til afnota og ber ábyrgð á. Nánari upplýsingar eru veittar hjá SORPU á Gylfaflöt 5 eða í síma 520 2200.

Viðskiptakortin gilda eingöngu í móttöku- og flokkunarstöð og á urðunarstað, ekki á endurvinnslustöðvum, þar er hægt að kaupa Inneignakort.

Hægt er að sækja um viðskiptakort SORPU með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan, undirrita, stimpla og koma frumriti á skrifstofu SORPU á Gylfaflöt 5. Mikilvægt er að umsóknin sé nákvæmlega útfyllt.

Umsókn fyrir viðskiptakort og skilmálar

Í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verða engir afslættir veittir af viðskiptum við SORPU bs. frá og með 15. febrúar 2013 en lagt var fyrir SORPU bs. að endurskoða gjaldskrá sína og kveðið á um að viðskiptakjör í nýrri gjaldskrá skuli vera almenn, gagnsæ og hlutlæg þannig að aðilar sem eigi í samskonar viðskiptum við SORPU bs. njóti sömu kjara.

Viðskipti með beiðni
Beiðni er eingöngu samþykkt fyrir einstakan farm og skal vera á beiðnaeyðublaði merktu viðskiptamanni, nákvæmlega útfylltu með undirskrift fjárhagslega ábyrgs aðila. Eftirfarandi þarf að koma fram á beiðninni: Nafn viðskiptavinar, kennitala, heimilisfang, póstnúmer, sími og netfang. Beiðni skal afhenda við komu á vigt.

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is