Molta 

Moltublanda SORPU inniheldur moltu og mómold.  Er í sölu yfir sumartímann meðan birgðir endast og ekki er seld óblönduð molta.

Á endurvinnslustöðvum sjá viðskiptavinir sjálfir um að moka moltunni á kerrur eða í ílát en í Álfsnesi er mokað á kerrur af starfsmanni.

Verðskrá á endurvinnslustöðvum
Mokað úr gámum á kerru eða í ílát - 5.200 kr/m³ með vsk.
Afgreitt í 0,25 - 0,50 - 0,75 - 1 rúmmeter.

Verðskrá í Álfsnesi
Mokað á kerru - 5,13 kr/kg með vsk.
Lágmarksgjald er 4.733 kr. pr. afgreiðsla með vsk. Keyrt er yfir vigt.

Moltan er framleidd í Álfsnesi og er framleiddur úr grasi og kurluðum trjágreinum. Við vinnsluna er þessum tveim hráefnum blandað saman í ákveðnum hlutföllum og efnið lagt út í múga. Múgunum er síðan snúið reglulega til að nægjanlegt súrefni komist að efninu og þannig flýtt fyrir niðurbroti þess. Vinnslan tekur um 10 vikur og er efnið að þeim tíma liðnum látið vera í múgunum fram á næsta vor. 

Bæklingur um heimajarðgerð.
 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is