Fræðsluferðir vinnuskólanna

SORPA býður nemendum og leiðbeinendum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins upp á umhverfisfræðslu á skrifstofu fyrirtækisins að Gylfaflöt 5 ásamt rútuferð í gegnum móttöku- og flokkunarstöðina í Gufunesi. Fræðslan ásamt skoðunarferð tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og er tekið á móti allt að 30 nemendum í einu.

Enginn kostnaður er vegna fræðslunnar en skólarnir þurfa sjálfir að útvega rútu ef fara á í skoðunarferð í móttöku- og flokkunarstöðina.
Athugið að það er mikilvægt að það sé hljóðnemi í rútunni.

Tilhögun fræðslunnar

Fræðslufulltrúi tekur á móti hópnum á Gylfaflöt 5 og kynnir starfsemi SORPU ásamt mikilvægi flokkunar og endurvinnslu. Einnig verður farið yfir áhrif mannsins á umhverfið, auðlindanotkun og forgangsröðun lausna í úrgangsmálum.

Markmiðið með fræðslunni er að vekja nemendur til umhugsunar um að allt sem við gerum hefur áhrif, hversu smátt sem það er.

Deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar, Ragna I. Halldórsdóttir (ragna.halldorsdottir@sorpa.is) tekur við tímapöntunum í fræðslu.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is