Leik- og grunnskólafræðsla

Hægt er að panta ferðir hjá fræðslufulltrúa SORPU, Unni Hjarðar (unnur.hjardar@sorpa.is).

SORPA býður upp á fræðsluferðir fyrir leik- og grunnskóla,  á skrifstofu fyrirtækisins að Gylfaflöt 5 eða á endurvinnslustöðvum. Markmið fræðslunnar er að kynna börnunum gildi flokkunar úrgangs og endurvinnslu. Þau kynnast því hvað er gert við úrganginn sem skilað er til SORPU til endurnýtingar og fá tilfinningu fyrir því hvað verður um það sem þau setja í tunnuna heima hjá sér. Áhersla er lögð á umhverfisávinninginn sem felst í því að flokka og skila úrgangi til endurvinnslu. Þannig öðlast hinir ýmsu hlutir framhaldslíf sem nýjar vörur og aðrir hlutir fara til nýrra eigenda, s.s. föt, skór og nytjahlutir.

Fræðsluferðir á Gylfaflöt

Boðið er upp á fræðslu á skrifstofu SORPU á Gylfaflöt 5 þar sem lögð er áhersla á umræður og myndræna framsetningu. Fyrirlesturinn tekur ca. 30 mín og rútuferðin um 15 mín.

Ef skólinn útvegar rútu er farið í skoðunarferð í gegnum móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Starfsemi stöðvarinnar er útskýrð fyrir börnunum og þau sjá með eigin augum hvernig vinnslu á úrgangi er háttað. Ekið er um svæðið í kringum stöðina.  Mikilvægt er að hafa hljóðnema í rútunni.

Enginn kostnaður er vegna fræðslunnar en skólarnir þurfa sjálfir að útvega rútu ef fara á í skoðunarferð um móttöku- og flokkunarstöðina.
 

Fræðsluferðir á endurvinnslustöðvar

Hægt er að panta ferðir fyrir hádegi og tekur fræðslan um 30 mínútur. Fræðslufulltrúi SORPU tekur er á móti hópnum á valdri endurvinnslustöð þar sem starfsemi stöðvarinnar er útskýrð fyrir nemendum og þau frædd um úrvinnslu úrgangsins.

Hér má skoða náms- og fræðsluefni frá SORPU.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is